Nordic Holidays Logo

Skilmálar samnings um auglýsingar og þjónustu við auglýsendur.

1. Samningur auglýsingataka og Nordic Holidays ehf.
Í samningi þessum er orðið „auglýsingataki“ notað um kaupanda auglýsinga og þjónustu henni tengdri, svo og bókunarþjónustu, af Nordic Holidays. Með undirritun sinni samþykkir auglýsingataki neðangreinda skilmála. Skilmálarnir ná til allra auglýsinga sem auglýsingataki kaupir af Nordic Holidays ehf, svo og alla þjónustu þeim tengdum, óháð því hvort greitt er sérstaklega fyrir slíka þjónustu. Allar breytingar á skilmálum þessum skulu vera skriflegar og samþykktar af báðum aðilum.

2. Þjónusta sem Nordic Holiday ehf veitir í tengslum við auglýsingar og bókanir
Nordic Holidays ehf. leitast sífellt við að þróa og bæta þjónustu sína við auglýsingataka. Auglýsingataka er ljóst að þjónusta getur tekið breytingum og samþykkir að Nordic Holidays ehf sé það heimilt, án sérstakrar tilkynningar, enda er tilgangurinn með slíkum breytingum eingöngu að bæta þjónustu við auglýsingataka.

3. Notkun auglýsinga og þjónustu
Auglýsingataki samþykkir að nota þjónustu og auglýsingar hjá Nordic Holidays ehf. eingöngu í þágu atvinnurekstrar síns, og jafnframt að:
a.        Sækja ekki gögn eða hugbúnað, eða gera tilraun til þess, á annan hátt en í gegnum aðgangsgátt sína. Þetta á sérstaklega við um notkun sjálvirkra forrita og „crawlers“.
b.        Endurselja ekki eða versla með gögn, rafræn eða á öðru formi, sem Nordic Holiday afhendir auglýsingakaupa.
c.        Undirgangast fulla skaðabótaskyldu á því tjóni sem Nordic Holidays kann að verða fyrir vegna brota á skilmálum þessum, og á tjóni sem þriðji aðili kann að verða fyrir vegna slíkra brota.

4. Notkun lykilorðs, öryggismál og ábyrgðir
Fái auglýsingataki aðgang með lykilorði samþykkir hann eftirfarandi varðandi notkun lykilorðs, öryggismál og ábyrgðir:
a.        Að bera fulla ábyrgð á notkun lykilorðs sem veitir aðgang að þjónustu og að slíkur aðgangur sé ekki misnotaður.
b.        Að bera fulla ábyrgð á öllum aðgerðum sem framkvæmdar eru með aðgangi sem lykilorð veitir.
c.        Að bera fulla ábyrgð á því efni sem auglýsingataki setur inn á vefi Nordic Holidays.
d.        Að láta Nordic Holidays vita um alla misnotkun, eða grun þar um, á aðgangi sem lykilorð veitir.

5. Höfundaréttur
Auglýsingataki samþykkir og gerir sér ljóst að:
a.        Nordic Holidys ehf. á allan lagalegan rétt þ.m.t. höfundarétt á því efni sem fyrir er á vefsíðum félagsins. Jafnframt að þar er að finna upplýsingar sem ekki er ætlað til dreifingar og að dreifing slíkra gagna er óheimil án skriflegs leyfis.
b.        Auglýsingataki á höfundarétt á því efni sem hann setur sjálfur á netið með aðgangi sínum.
c.        Setji Nordic Holidays efni á net sitt eftir forskrift auglýsingataka, hafa báðir aðilar óheftan notkunarrétt á því efni, og er höfundaréttur sameiginlegur.
d.        Slóð (url) sem verður til eða er notað á vef Nordic Holidays ehf. til auglýsinga eða gerð vefsíða fyrir auglýsingataka er óskoruð eign Nordic Holidays ehf. og má félagið nota það að vild eftir að samningstíma líkur, samningi er rift eða sagt upp.
e.        Nordic Holidays hefur sett eftir bestu getu reglur um aðgang og verndun efnis sem auglýsingataki setur á vef félagsins, eða Nordic Holidays ehf eftir forskrift auglýsingataka, en ber þó ekki ábyrgð á að slíkt efni sé misnotað eða breytt af þriðja aðila.

6. Gjaldskrá og greiðslufyrirkomulag
Nema annað sé ákveðað skal miða gjald og greiðslufyrirkomulag fyrir auglýsingar og þjónustu við gjaldskrá Nordic Holidays ehf.

7. Uppsagnarákvæði
Sé ekki um annað samið sérstaklega, er samningur auglýsingataka og Nordic Holidays ehf uppsegjanlegur með 15 daga fyrirvara af beggja hálfu, og skal þá miða við virka vinnudaga.
Sé samningi sagt upp, rift eða hann rennur út, gilda ákvæði 5. greinar eftir sem áður.

8. Fyrirvarar
Auglýsingataki samþykkir og gerir sér ljóst að:
a.        Auglýsingar á vefum Nordic Holidays ehf, svo og þjónusta sem félagið veitir, hvort heldur er gegn greiðslu eða ekki, er algjörlega og eingöngu á ábyrgð auglýsingataka. Nordic Holidays ehf er í engum tilfellum skaðabótaskylt gagnvart auglýsingataka eða viðskiptavinum hans, á beinu eða óbeinu tjóni.
b.        Auglýsingar og þjónusta sem Nordic Holidays ehf býður kann að taka breytingum á samningstímanum vegna aðgerða sem Nordic Holidays ehf framkvæmir í þeim tilgangi að bæta hag viðskiptavina sinna.
c.        Nordic Holidays ehf getur ekki ábyrgst að auglýsingataki nái þeim árangri sem að er stefnt.
d.        Auglýsingar og þjónusta kann að liggja niðri tímabundið, truflanir komi fram, eða að villur kunni að leynast í kerfi eða á vef Nordic Holidays ehf. Nordic Holidays ehf ber enga ábyrð á tjóni sem af því getur hlotist.
e.        Ef efni tapast eða skemmist sem auglýsingataki hefur sett á vef Nordic Holidays ehf, eða sett hefur verið inn samkvæmt forskrift auglýsingataka, er Nordic Holidays ehf í engum tilfellum skaðabótaskylt.
f.         Ef hugsanleg viðskipti tapast eða eru seld á röngu verði vegna truflana, galla eða villna á vef Nordic Holidays ehf, eða þeirrar þjónustu sem félagið veitir, er Nordic Holidays ehf í engum tilfellum skaðabótaskylt gagnvart auglýsingataka eða viðskiptavinum hans.

9. Varnarþing
Rísi mál af samningi auglýsingataka og Nordic Holidays ehf skal það rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.