Nordic Holidays Logo

Nordic Holidays býður seljendum ferðaþjónustu tvær meginleiðir til að auka viðskipti sín, þ.e. auglýsingar með eða án undirsíða og bókunarþjónustu:

Skráning
Seljendur ferðaþjónustu geta skráð fyrirtækið sitt á skráningarvefum (www.randburg.com, www.travelnet.is, www.infoiceland.is, www.exploreiceland.is) með eigin undirsíðu sem er „leitavélabestuð“ til að auka sýnileika hennar. Undirsíðan er einnig með tengingu á heimasíðu auglýsingataka en slík tenging við öflugt safn vefa veldur því að sýnileiki heimasíðunnar eykst til muna.

Auglýsingar og undirsíður
Seljendur ferðaþjónustu geta keypt auglýsingaborða á vefum Nordic Holidays sem vísa beint inn á heimasíðu auglýsingataka.

Bókunarþjónusta
Á mörgum af vefum Nordic Holidays eru bókunarvélar þar sem kaupendur ferðaþjónustu geta bókað þjónustu og greitt. Þar sem nánast allir sem leita eftir slíkri þjónustu á vefnum komast í kynni við vefi Nordic Holidays eru bókunarvélarnar mjög sýnilegar og mikið notaðar.

Gerður er þjónustusamningur um auglýsingar til eins árs í senn og er samið um gjald við hvern og einn viðskiptavin.